Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 10.000 kr.

Leiðarvísir: Uppsetning á Nuki Opener

Nuki Opener virkar þannig að þú kaupir Nuki Opener pakkann, sem inniheldur Nuki brúna (e. Nuki bridge) og svo Nuki Opener sem tengist við dyrabjölluna.

Nuki appið leiðir þig í gegnum uppsetninguna, sem ætti að svona 20-40 mínútur með öllu. Uppsetningin er gerð með þessum hætti:

Skref 1: Þú byrjar á því að opna Nuki appið, velur þar Manage my devices, velur þar Opener og svo Set up Opener. Gefðu Opener nafn (eins og Front door, heimilisfang eða eitthvað sambærilegt).

Skref 2: Settu rafhlöður í Nuki Opener ef þær eru ekki í, og haltu inni takkanum á Nuki Opener í a.m.k. 5 sekúndur þangað til ljósið á Nuki Opener lýsir. Gefðu síðan Opener eitthvað nafn, og stilltu staðsetninguna á Opener.

Tengja Nuki Opener við Nuki Bridge

Skref 3: Þegar ljósið er komið, þá færðu spurningu hvort þú viljir tengja Nuki Opener við Nuki Bridge. Þetta skref er nauðsynlegt svo þú getir hleypt fjölskyldumeðlimum eða öðrum inn með dyrabjöllunni þegar þú ert langt í burtu frá heimilinu.

Stingdu Nuki Bridge í samband, og passaðu að það sé ekki of langt í burtu frá Nuki Opener, því að þessi tæki tala saman með Bluetooth tengingu. Þegar þú hefur sett upp Nuki Bridge þá færðu skilaboðin „Bridge successfully set up!“

Skref 4: Nú færðu spurningu hvort þú sért að tengja Nuki Opener við dyrasíma (e. intercom) eða annars konar aðgangshurð (t.d. hlið á garði). Hérna munu nánast allir velja Intercom.

Skref 5: Nú þarftu að opna hýsinguna á dyrasímanum þínum og finna hvaða gerð. Ef þú ert eldri gerð af dyrasíma þá er það oft gert með því að nota flatt skrúfjárn og spenna upp framhliðina, en sumar gerðir eru með skrúfaða framhlið.

Skref 6: Ýttu á Next, og þá ættirðu að fá langan lista af framleiðendum.

Ath! Áður en þú velur framleiðandann þinn þá þarftu að finna út úr því hvaða gerð dyrasíminn þinn er. Þær upplýsingar má oftast finna þegar þú hefur fjarlægt framlhiðina. Á framhliðinni sérðu þá t.d. upplýsingar á borð við Siedle, og svo inni í hýsingunni ættirðu að geta fundið módelnúmerið (t.d. 110-4420 eða eitthvað sambærilegt).

Skref 7: Þegar þú hefur valið framleiðandann að þínum dyrasíma og módelnúmer þá mælir Nuki með því að þú takir mynd af núverandi uppsetningu. Þetta er varrúðarráðstöfun svo þú getir breytt þessu til baka ef eitthvað skyldi nú klikka.

Skref 8: Í þessu skrefi mun Nuki appið gefa þér leiðbeiningar um hvernig þú tengir Nuki Opener við dyrasímann þinn, til að snjallvæða hann. Fylgdu leiðbeiningum alveg upp á tíu.

Skref 9: Þegar þú hefur tengt vírana og klárað uppsetninguna þá mun Nuki appið leiða þig í gegnum ferli sem kannar hvort allt hafi virkað og framkvæma prófanir. Í þessum prófunum mun appið biðja þig um að hringja bjöllunni nokkrum sinnum og kanna hvort þú hafir heyrt í henni og eitthvað í þeim dúr.

Skref 10: Þegar þú hefur framkvæmt prófanir og staðfest að allt virki þá eru uppsetningu lokið. Njóttu þess að hafa lyklalaust aðgengi að útidyrahurðinni þinni með Nuki Opener!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *