Ef þú ert að leigja út eign á Airbnb, þá kannastu eflaust við umsýsluna sem fylgir því að koma lyklum í hendurnar á gestum, hleypa þeim inn, ganga úr skugga um að þeir hafi skilað gestum að lokinni dvöl sinni o.s.frv.
Með Nuki Smart Lock snjalllásnum þá getur þú boðið þínum gestum að skrá sig sjálfir inn í eignina þían (e. self check-in) á meðan þú slakar á, en Nuki Smart Hosting gerir þér kleift að senda stafræna lykla að lásnum beint í kerfi á borð við Airbnb, Smily, Guesty o.fl.
Ef þú vilt bjóða upp á aukna þjónustu fyrir gesti sem vilja ekki nýta sér app-ið til að opna og loka hurðinni, þá er hægt að bæta við kostum eins og Keypad talnaborðinu eða bjóða þeim upp á Nuki Fob lykladropann til að stýra aðgengi að eigninni.
Hvernig virkar þetta?
Skref 1: Þú byrjar á því að kaupa Nuki Smart Lock eða Nuki Opener fyrir eignina þína, eftir því hvor varan hentar betur, eða jafnvel hvort tveggja
Nuki Smart Lock er góður fyrir aðila sem þurfa að geta stýrt aðgengi að íbúðarhurð í fjölbýlishúsi eða annarri fasteign.
Nuki Opener er almennt ætlað að tengja við dyrasíma, þannig að þú, eða gestirnir þínir, getir buzz-að sig inn. Slíkt getur verið hentugt t.d. ef þú vilt stýra aðgengi að inngangi í fjölbýlishúsi án þess að setja lyklabox í sameignina.
Skref 2: Þú setur upp Nuki appið þannig að þú opnað/læst hurðinni eða hleypt aðila inn frá dyrasíma með Nuki Opener.
Skref 3: Þú tengir þig við Nuki Smart Hosting, sem tengir Nuki vörurnar þínar inn á kerfi eins og Airbnb.
Skref 4: Þegar þetta allt hefur verið sett upp, þá geturðu stillt úr Nuki reikningnum þínum hvaða heimildir gesturinn á að fá. Gesturinn fær þá tölvupóst úr Airbnb skilaboðakerfinu. Á myndinni fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig þetta getur verið stillt.
Skref 5: Heimildir gestanna munu vara þangað til dvöl þeirra lýkur, og verður eytt eftir að þeir hafa skráð sig út (e. check out). Þá munu gestirnir fá kveðjuboð með hlekk til að fjarlægja Nuki tækið úr Nuki appinu eftir útskráningu.
Hægt er að sjá meiri upplýsingar hér: